1.11.2005 | 12:47
Heimferð
.
Erum að fara heim...aftur!
Jæja þá er að leggja í hann á nýjan leik. Svo skemmtilega vill til að vinkona okkar hún Matthildur Agla er einnig á heim leið í dag. Til hamingju með það Agla mín og ég vona bara að foreldrar þínir nái að sinna þér í stað þess að gleyma sér yfir nýju seríunni af Lost.
Orri er sprækur og fínn svo ákveðið var í morgun að senda hann heim. Er það bara hið besta mál en búast má við að við komum hingað aftur og aftur og aftur. Ef drengurinn fær einhvern hita eru ekki teknir neinir sénsar og verðum við þá að koma með hann strax. Þannig að við eigum eftir að vera eins og jójó (frá Skagaströnd) milli Vallholtsins og Barnaspítalans. Það er verður gott að komast aftur heim þó svo við þyrftum að fara fljótlega aftur suður, því þær fáu stundir sem við vorum normal fjölskylda um daginn voru ómetanlegar.
Takk fyrir gistinguna Sigurlaug og Valstján, aldrei að vita nema maður stingi inn nefinu aftur.
Ingþór.
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)