http://blog.central.is/the-bergmanns

http://blog.central.is/the-bergmanns

Velkominn í nýtt upphaf

Kominn með nýja blogg síðu og þá ætti ekkert að vera að vandbúnaði, eða hvað? Er þetta ekki enn eitt upphafið að endirnum?  En upphaf er það elskurnar mínar.

Ég geri mér enga grein fyrir því hvað sé eiginlega að gerast hjá mér. Ég gæti trúað því að ég sé að verða veikur á geði. Ég hef nefnilega heyrt að fólk sem alltaf er að fá nýjar og nýjar hugmyndir, allavega það margar að ekki sé hægt að koma þeim í verk, sé haldið einhverskonar geðveilu sem hægt sé að halda niðri með fínum lyfjacokteilum.  Það er farið að verða svolítið þreytandi að í hvert skipti sem ég kem heim í hádeginu bíður Jóhanna spennt eftir hvaða hugdettu sé búið kokka þann daginn og virðist ég alltaf vera að koma henni sífelt á óvart sem ég skynja helst með því hvað hún hlær mikið í hvert skiptið.  Bara að maður gæti áhveðið sig einhverntíma og kílt á einhverja af þessum frábæru hugdettum. En að kíla á eitthvað af þessu hlýtur að hafa afleiðu sem leiðir af sér fullt af örðum hugdettum? Það hlítur bara að vera. Ég er búin að vera fá allskonar humyndir í 10 ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut með þær. Alltaf komið bara með nýja, nánast daginn eftir. Ég finn bara hvað heilinn í mér er farinn að súrna á þessu öllu saman. 

En hvað er það sem verður til þess að maður tekur ekki af skarið og framkvæmir eitthvað af þessu. Er maður heigull eða er ég bara svona íhaldsamur.  Miklar breitingar hafa yfirleitt farið ýlla í mig eða er það ekki frekar undanfari breytingana sem eru að farið ýlla í mig?  Þegar ég lít til baka voru margar hverjar, ef ekki flestar, af þeim breitingum sem hafa orðið á vegi mínum góðar þó svo að ég hafi ekki verið hlynntu þeim upphaflega.  Ég hefði haldið að íhaldsömum mönnum væri ekki ættlað að fá hugmundir að breitingum, svo ég get dregið þá áliktun að þetta sé bara einhver hræðsla hjá mér.  Hræðsla um það að missa eitthvað af því sem ég hef nú þegar en yfirleitt fær maður eitthvað annað í staðinn.  Það kemur alltaf eitthvað annað í staðin, ekki satt?

Ég ættla nú ekki að þreyta ykkur með því að tíunda hvað sé svona mikið að gerjast í toppstykkinu en gengur það í flestum tilvikum út á komandi framtíð mína á hinum almenna vinnumarkaði. Pípulagnir sem slíkar eru ekki að gera út af við mig, heldur frekar er það vinnan við þær. "Ég er orðin leiður á að liggja hér", stóð einhverstaðar og finnst mér eiga vel við þar sem vinnan mín gengur, í flestum tilfellum, út á að liggja á hnjánum, blotna í fæturnar, lykta ýlla og vera grút skítugur . Síðast en ekki síst er maður alltaf að meiða sig, fá smá skrámur hér og þar og tók það steinin úr, hér um daginn, þegar ég barði með slaghamar all hressilega á fingurinn á mér svo að hann brotnaði.  Þegar ég sat með kvikindið undir köldu vatni, búinn að lina mestu þjáningarnar var það fyrsta sem kom upp í hugan; "Hvað verður það næst?" Nú er nóg komið husaði ég og var ennþá staðráðnari í því að fara að finna mér eitthvað annað að gera.

Daginn eftir var hringt og mér tilkynnt að ég hafi verið dreginn út í lóðaúthlutun í Skógarhverfi. Það er einmitt það. Nú átti að fara og byggja. Allt var sett í fullan gang hvað það varðar og mikil tilhlökkun var í loftinu. Við nánari athugun kom svo í ljós að allar aðrar pælingar þuftu að víkja fyrir Bergmanns Family Mansion. Það er ekkert mál að byggja og hafa allt nýtt og flott en í staðin verður svigrúm til alls annars að víkja og vorum við hjónin sammála um að það væri einfaldlega of mikill lúxus til að fórna. Þá er bara að snúa sér að einhverju öðru. Daginn eftir var ég svona (||) frá því að ráða mig í vinnu sem bakari.  Ég hef sjaldan séð Jóhönnu hlæja jafn mikið af mér þegar ég kom heim tilkynnti henni þetta.  Það að baka eða elda mat er nú eitthvað sem mig hefur dreymt um langa lengi og tók hún þessu því furðu vel þegar hún var farin að jafnað sig aðeins.  Ég meina, hver vill ekki vera búinn að vinna fyrir kl. 2 á daginn og kominn beint út á gólfvöll.

Hugmynda vikan endaði svo inni á skrifstofu hjá Óla Haralds námsráðgjafa FVA. Planið nú er að yfir gefa plummið í haust og setjast á skólabekk, n.t. handan götunar fyrir þá sem til þekkja,  og sækja hvítu húfuna. Það að fara í háskóla og mennta sig hefur staðið lengi til en að þurfa að klára stúdentspróf fyrst er búið að vera steinninn í götu minni.  15-18 ein á önn, 4 undanfarabrot og Óli Har er búinn að lofa mér klára þetta blessaða hvíthúfu próf á einum vetri með fullum skóla, með því skilyrði að ég komi ekki nálægt félagslífinu. Þetta verður ekki gert betur eða fljótar en þetta.  Eftir það tekur svo við nám í Byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík með sérstakri áherslu á lagnir og rafeindastýringar. Jafnvel kom til greina að fara í heilaskurðlæknirinn en það er víst nóg að hafa einn slíkan í lagnageiranum hér á Akranesi þannig að tæknifræðin verður bara að duga í bili.

 Þetta er maður búinn að vara að hugsa í rúm 5 ár í öllum mögulegum og ómögulegum útgáfum. Hrökk ég því dálítið við þegar ung hjón sem ég kannast við komu og gerðu sig klár til þess að flytja í húsið hér við hliðina á okkur, ný komin heim frá baunalandi úr námi. Hann með Bs. í véltæknifræði og hún einhverju öðru. Ég man þegar þau drifu sig út á sínum tíma. Þá hugasaði maður "ég verð nú að fara að gera eitthvað svipað" en áttaði mig svo ekki á því fyrr en ég sá þau að losa búslóðinna úr gámnum hér fyrir utan að þessi fjögur ár voru liðin og ég hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut hvað þetta varðar.  

En einhverja reynslu hljóta þessi fjögur til fimm ár hafa gefið mér? Reynslan er sú að geyma ekki eitthvað sem manni hefur langað til að gera og hefur tækifæri til í heil fjögur ár.  En til hvers er maður að fara út í þetta? Hvað á þetta á endanum að gefa manni? Eigum við eftir að hafa það betra?

Reynslan þessi ár hefur nefnilega líka kennt mér; að til þess að hafa það aðeins betra sé að gera sér það að góðu sem maður hefur nú þegar.

ingthor.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Velkomna til Örebro

Jäja thá erum vid kominn á áfanga stad, pési og their vita ekkert um tad.
Tí bontíbontí T-BONESTEAKE

Vedrid er mjög gott en thad er mjög mikid af snjór.  Ferdalagid gekk med miklum ágätum lagt var í hann frá Skaganum um kl. 5 og komid á áfangastad 10 tímum sídar.  Orri var mjög thägur alla leidina thrátt fyrir ad hafa ekki sofid nema hálftíma um bord i flugvélinni. Hann var líka ordin mjög threittur thegar vid komum. Thad var ekki ad spyrja af thví ad vidtökurnar voru mjög gódar thegar vid komum, hjá Kristínu og fjölskyldu, og eigum vid auljóslega eftir ad hafa thad gott um helgina.

Hér getid thid séd hvernig ástandid er hér í Örebro: 

http://www.cab.se/webbkamera.4.7c4768102016b4f74800012697.html


Hæ Hó

Hæ hæ.   Allt fínt að frétta af okkur hér á Vallholtinu.  Brjálað að gera hjá eiginmanninum í vinnu og skóla og ekki alveg nógu margir tímar í sólarhringnum fyrir hann þessa dagana.  En svo er eiginkonan líka alltaf að trufla og biðja hann um að gera ýmsa hluti, mála herbergin hjá stelpunum, laga þetta og gera hitt.  En nú lofa ég að trufla hann ekki meira fyrir próf.............. nema kannski smá0 

Svo  það er bara allt í fínu, stelpurna með ný máluð herbergi,  ný húsgögn og mjög sáttar við foreldra sína núna.  Bergþóra er að fara að vígjast sem ylfingur í skátunum í dag og hlakkar okkur mikið til.( Kökur, kræsingar og mikið sungið )  Eyrún reyndar vill fá að hætta í fimleikum því hún segir að það sé alltaf verið að reyna að brjóta á sér bakið og er ekki mjög ánægð með það, en við sjáum nú til.  Orri aftur á móti er á slímfæðinu þessa daga0, er búin að vera á sýklalyfjum og þau losa svo mikið en ná ekki að hreinsa hann. Svo við erum ekkert ægilega kát með það en þegar hann er svona vill hann EKKERT borða og ef við dælum í hann fáum við það bara yfir okkur. Svo það er eins gott að vera ekkert í sparigallanum.

Í næstu viku ( 2. mars ) ættlum við hjónin og Orri að bregða undir okkur betri fætinum og skella okkur til Örebro að heimsækja Kristínu systir og co.  Smá frí yfir helgina og hlakkar okkur mikið til að fá að knúsa hann  Óla litla sem er bara 2 vikna. Því þegar Orri var svona lítill var hann bara lokaður í kassa og tengdur fullt af snúrum svo það var ekki mikið hægt að knúsa og kjassa hann. Svo Óli á von á góðu.

Það eru nýjar myndir af Orra á barnalandsíðunni www.orribergmann.barnaland.is

Annars, biðjum bara að heilsa öllum í bili

Kveðja Jóhanna


Til hamingju íSLAND!

Við vorum að fá glóðvolgar fréttir frá svíaveldi og eru þær á þá leið að í borg einni þar í landi er nefnist Aurabrú fæddist, þann 6. febrúar, myndarinnar drengur af íslenskum og sænskum ættum, barn Kristínar Sigurvinsdóttur frá Akranesi og Johans Mellander fran Örebro. Mældist hann um 16merkur og 51cm, fæddur degi eftir skrifaðan tíma og heilsast móður og barni vel.

En af okkur hinum, hér á Vallholtinu, er ekki eins mikið að frétta nema hvað lífið líður hratt það eru ekki nógu margar klst. í sólahringnum eins og er. Ég er nú að stútera eðlis og efnafræði um þessar mundir og aldrei að vita nema maður geti eitthvað breitt þessu eitthvað þegar maður fer að gera tilraunir á sameindaformúlunni með vísindalegum aðferðum. 

Orri er búinn að vera með smá kvefdrullu og sýnir einkenni um smá verk í eyrunum sínum. Annars er hann bara hress og kvartar lítið eins og venjulega. Við erum á leiðinni á Barnaspítalann í lyfjagjöf á fimmtudaginn, þetta venjulega, og hittum væntanlega læknirinn okkar í leiðinni.

Þess má geta að vinkona okkar hún Matthildur Agla verður í viðtali hjá NFS, kl 10:30 og verður gaman að heyra hvað foreldrar hennar hafa að segja um dúlluna sína og hvort þau séu loks búinn að taka ákvörðun um að flytja á Skagan.0

Bara takk fyrir að fylgjast með því litla sem er að að gerast hjá okkur og vonandi sjáum við okkur fært að skrifa örar hér á síðunna.

Kveðja  Ingþór.


Jeminn Janúar að verða búin

Jæja loksins nokkur orð, erum orðin ansi löt við þetta.  Annars er bara allt fínt að frétta höfum sem betur fer verið laus við öll veikindi hingað til enda fór öll fjölskyldan í flensusprautu þegar Orri fékk að koma heim og hann fengið allar þær sprautur og lyf sem hægt er dæla í þennan litla kropp til  að verja hann.  Við brugðum okkur af bæ um helgina og fórum upp í Ölver og var það rosalega fín tilbreyting þó að hann Ingþór minn hafi nú verið að fara til að vinna. En Guðrún og Gummi takk kærlega fyrir okkur.

Svo er húsbóndinn byrjaður í fjarnámi í versló, já hvejum hefði dottið það í hug að hann Ingþór minn færi í versló þannig að hver laus stund þessa dagana ( og þeir sem til hans þekkja vita að þær eru ekki margar) fer í það að læra eðlis og efnafræði. Ótrúlega duglegur. Ég skellti mér í línudans bara svona til að komast í eina klst á viku eitthvað út og er það bara alveg lygilega gaman.

Bestu kveðjur til allra og vonandi hafi þið það gott.  

Jóhanna   


Orri á Barnalandi

Nú er Orri loksins komin með síðu á Barnalandinu.   Endilega kíkið á hana, það er linkur hér til hliðar.

5 mánaða

     Alveg ótrúlegt að litli sólargeislinn okkar sé orðinn 5 mánaða.  Mér finnst eins ég hafi átt hann í fyrradag, og þótt ýmislegt sé búið að ganga á þá er tíminn búin að vera ótrúlega fljótur að líða. 

   Orri að horfa á flugelda á gamlárskvöld

 Fyrir viku síðan fékk Orri sýklalyf við eyrunum sínum og hvílík dásemdar vika fyrir Orra, hættur að nudda eyrun, engin hóstaköst og nánast engin hósti, engar ælur og mikið duglegri að drekka ( svona stundum ). En reyndar er einn stór galli á, mikill niðurgangur en hann lætur það nú ekkert á sig fá.  Við hættum líka að gefa honum eitt af lyfjunum hans því okkur fannst það ekki gera mikið og langaði að prófa að hætta því, svo það gæti líka skýrt betri líðan allavega þetta með ælurnar.  Því þegar hann var á vökud. og var á þessu 3 á dag þá leið honum mjög illa og ældi mikið  og þá var það minkað í x1 á dag. Svo það verður gaman að sjá hvernig hann verður næstu viku.

   Við höfum verið að reyna að gefa honum að borða bæði graut og mauk og er hann ekki par hrifin af því, hann lokar bara og hristir hausinn - nei takk- bara fingur og hnefa á diskinn minn takk.  En hann er gjörsamlega að farast í munninum og stanslaust með hendurnar á kafi upp í sér, en ekkert bólar á tönnum ennþá.

   Á mánudaginn fór Orri í sína 5 mánaða sprautu og var alveg ótrúlega duglegur og sagði ekki svo mikið sem áii, enda þaulvanur maður á ferð. Hann var orðin 7150 gr og 65 cm og erum við bara þokkalega ánægð með það, en hann náði ekki að bæta miklu á sig yfir hátíðarnar eins og aðrir fjölskyldumeðlimir.

   Á morgun stendur svo til að fara suður á dagdeild og Orri fær þá sín mánaðalegu mótefni, rs sprautu og einhverjar fleiri bólusetningar.

 

Kærar kveðjur til allra og takk fyrir að fylgjast með.

Jóhanna


Nýtt ár.

Það er nú tími til kominn að rita hér fá ein orð um velgengni fjölskyldu vorar. "Ale dúddú bene" eins og einhver sagði og þíðir það "Allt í besta lagi" upp á hið ylhýra. Þannig er það nú bara búið að vera undanfarið. Við erum búinn að hafa það fínt yfir hátíðarnar og njóta alls þess besta er þær bjóða upp á, bæði í mat, drykk og samveru fjölskyldu og vina. Mikið á ferðinni og sjaldnast verið heima við nema þá á náttfötunum langt fram yfir hádegið.

Vel á minnst þá kom hún Matthildur Agla vinkona mín af Vöku í heimsókn milli hátíðanna. Sú hefur heldur betur stækkað.
Áður var hún eins og sandkorn við hliðina á mér og nú er hún orðin að svo stóru fjalli að enginn kemst yfir nema fuglin fljúgandi

Orri hefur nú notið jólanna í fyrsta skiptið og ekki er annað að sjá en hann hafi haft gaman af, ef frá er talið kvef-pestin sem hann sleikt upp úr foreldrum sínum á aðventunni. Hún hefur gert honum lífið erfiðara með aukinni slímmyndun og tilheyrandi hósta köstum. Að öllum líkindum hefur hann einnig eyrnabólgu. En hann kvartar ekki heldur brosir mót öllum þeim sem  sýna honum áhuga enda er hann ljón eins og mamma sín og sonur pabba síns, og ekki er hann vanur að kvartar. En það er kominn tími á að hitta læknerana hans því ef hann kvartar ekki þá verður einhver að gera það fyrir hann.

Nú verð að fara að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað en.......

.........óska ykkur öllu árs og friðar og megi ykkur líða sem allra best á árinu nýja.

Þökkum liðið.
Ingþór, Jóhanna, Bergþóra, Eyrún og Orri.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband