5.11.2005 | 16:21
Allt er þegar þrennt er
Jæja, þá erum við aftur kominn heim og búinn að halda aðeins lengur út en síðast. Í gærkvöldi fór hann í afmælisveislu hjá ömmu Gullu og hitti Andeu og skæruliðaforingjann, hana Védísi. Lék Orri á allsoddi og sýndi sýnar bestu hliðar með sínu góða skapi.
Hann drekkur ágætlega, eða u.þ.b. helminginn af því sem hann á að gera en svo sondum við rest. Það er þvílíkur léttir að geta gert það og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé ekki að fá nóg. Það er þvílíkt gott að geta verið heima þó svo að verkefnin séu margfallt fleiri en á spítalanum. Það er því þvílíkur lúxus að hann sefur frá miðnætti til kl 9 á morgnana sem gefur foreldrunum tækifæri á að hvíla sig á meðan.
Við höfum þetta ekki lengra í bili þar sem húsið er farið fyllast af fólki.
Kveðja Ingþór.
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Hæ, gott að heyra að allt gengur vel, það hefur aldeilis verið viðbrigði fyrir Orra að komast í fjörugt afmæli með fullt af börnum. Farið vel með ykkur.
kveðja
Gunni, Christel og börn
Gunni og Christel (IP-tala skráð) 5.11.2005 kl. 16:49
Frábært vonandi bætið þið metið og náið að vera sem lengst heima, frísk og fjörug.
kv. Guðrún & Marinó (vildi taka fram að ég gerði þetta líka :-)
Guðrún, Gummi & co (IP-tala skráð) 5.11.2005 kl. 17:58
Gaman að heyra að það gengur vel heima. Hafiði það gott áfram
kellurnar á vökudeildinni (IP-tala skráð) 5.11.2005 kl. 20:23
Ég er að spá í hvernig þú nærð í þessar auglýsingar allar, að vísu langar mig ekki að hafa hann Gísla glottandi út um allt á minni síðu, frekar en nokkurn annan sjálfstæðismann.
En annars vona að þetta gangi allt vel hjá ykkur.
Kær kveðja
Gunnar Sturla
Gunni og Christel (IP-tala skráð) 5.11.2005 kl. 21:41
Frábært að þið getið öll notið þess að vera heima saman, lengur en síðast.. og Orri auðvitað alsæll, það var yndislegt að koma til ykkar í gær, og spjalla, ekki hægt að sjá nein veikleikamerki á Orra, svo hress og vær, yndislegur. Bergþóra og Eyrún aldeilis búnar að stækka, gaman að vera með þeim. Takk fyrir samverustundina.
Vonum þið verðið heima sem lengst. Kær kveðja Árný og Bjarni. Davíð Ýmir og Tinna biðja að heilsa, þau fylgjast alltaf öðru hvoru með þegar ég er að skoða síðuna. Og ekki má gleyma, Hulda mamma Bjarna biður fyrir hlýjum kveðjum og biður fyrir Orra.
Árný og Bjarni (IP-tala skráð) 6.11.2005 kl. 01:21
Frábært að þetta gengur svona vel núna... treystum á að framhaldið verði jafngott fram að Svíþjóðarferð..
Sigurlaug og Kiddi (IP-tala skráð) 6.11.2005 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning