Skírnardagurinn 12.11.2005

Í gær hlýddum við kristniboðsskipuninni og létum bera hann Orra okkar til skírnar. Athöfnin fór fram á heima hjá okkur að nánustu fjölskyldumeðlimum viðstöddum. Það var Bergþóra systir hans sem hélt á honum undir skírn og Eyrún hjápaði til með það sem vantaði upp á. Séra Eðavarð Ingólfsson skírði.

 
Smellið á myndina til að sjá fleiri

Allt gengur annars vel. Orra líður greinilega betur eftir að hann kippti úr sér sondunni á nýjan leik en því fylgir að hann er ekki að nærast eins mikið og hann á að gera. En ekki er hann að kvarta og svo virðist sem drengnum líði bara best þegar hann er svangur.  Eins og áður hefur verið tíundað er Svíðþjóðar ferðinn negld þann 23. og er áættluð heimkoma þann 28.  Kristín systir Jóhönnu ættlar að koma og vera með okkur á meðan þessu stendur, en hún býr í Örebro þarna úti. Við fáum væntanlega hjúkrunarfræðing með okkur í fluginu út en ef allt gengur vel ættum við að geta komið sjálf heim.

Á morgunn er fyrirhugað að setja þessa magasondu (stomiu) í Orra og í leiðinni fær hann fær hann mótefni og einhverjar flensu sprautur, auk þess eigum við von á að svitaprófið verði gert á þriðjudaginn. Þannig að það er nóg framundan hjá okkur.

Bestu kveðjur,   Ingþór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda!
Formlega, til hamingju með nafnið á drengnum (og að vera kominn í kristinamannatölu!!) Gaman að heyra að systurnar áttu sinn þátt í athöfninni!
Það er gott fyrir hann Orra að vera með eigið nafn í vegabréfinu en ekki óskírður Ingþórsson! (það eru ekki margir sem fara í sína fyrstu ferð til útlanda aðeins 3 mánaða og 11 daga gamall - ég fór t.d. í fyrsta sinn út í heim þegar ég var 22 ára).
En gangi ykkur vel á morgun.
Ble
Lella

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2005 kl. 16:47

2 identicon

Innilegar hamingjuóskir héðan úr B4 í Lystrup!
Hugsum til ykkar og hlökkum til að sjá ykkur í þarnæstu viku!!!

Gunnur (IP-tala skráð) 14.11.2005 kl. 13:28

3 identicon

Rosalega er þetta fallegur kjóll sem þú varst skírður í..

Linda,Davíð og Hilmar Lúther (IP-tala skráð) 14.11.2005 kl. 15:49

4 identicon

Æðislegar myndir! Til hamingju með nafnið Orri...

kveðjur frá þeirri nafnlausu á Nýlendugötunni...

Sigurlaug og Kiddi (IP-tala skráð) 14.11.2005 kl. 20:41

5 identicon

Til lukku með nafnið þitt Orri Bergmann. Myndirnar úr skírninni eru fínar.
Bestu kveðjur Guðrún Gísla

Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 15.11.2005 kl. 08:35

6 identicon

Til lukku með nafnið þitt Orri Bergmann. Myndirnar úr skírninni eru fínar.
Bestu kveðjur Guðrún Gísla

Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 15.11.2005 kl. 08:35

7 identicon

Til hamingju með nafnið þitt og rosalega flottar myndirnar hjá ykkur. Til hamingju öll sömul.

Helga Atlad. (IP-tala skráð) 15.11.2005 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband