Alltaf getur maður á sig dögum bætt.

.

Ekki ættlar Orri að vilja yfirgefa spítalann þrautarlaust. Í dag fékk Orri gammagard sem eru tilbúinn mótefni eins og Bergþóra fékk á sínum tíma. Þetta þarf hann að fá á mánaðar fresti og hjálpar það honum til að takast á við sýkingar ef þær koma upp hjá honum.  Eftir hádegið fékk hann háan hita, í kjölfarið á þessari mótefnagjöf, svo ákveðið var að sjá aðeins til með að fara heim. Honum var gefin stíll og hann látin hvíla sig. Þegar stóð til að fara að koma sér heim var hann eitthvað vansæll og ekki sjálfum sér líkur. Ákveðið var því að vera hér til morguns til öryggis og var það  eins og við manninn mælt, drengurinn fór að sýna sínar bestu hliðar upp frá því. Kannski ekki skrítið því hann hefur búið innan veggja þessarar stofnunar mestan part ævi sinnar.Var það ekki einhver sem sagði heima er best?

Ekki veit ég hvar maður væri ef maður hefði ekki mömmu mína og pabba til að taka að sér stelpurnar þegar svona stendur á. Það er ekki sjálfgefið að geta rokið í burtu fyrirvaralaust og verið frá heimilinu marga daga í senn.  Aðstaða okkar og heilsufar Orra hangir töluvert í lausulofti. Allt er svo óljóst og erfitt hefur reynst að skipuleggja hluti eins og vinnu og framlengingu orlofs fram í tímann. Þó svo að Orri líti út fyrir að vera við hesta heilsu gæti það breyst án fyrirvara ef hann tæki upp á því að fá eins og eitt stk. sýkingu. Ef grunur leikur á því þarf að vera hægt að fara fyrirvaralaust á spítala. Það þarf því að hafa allan varan á og engnir sénsar teknir hvað það varðar. Maður þorir ekki  einu sinni að fá sér bjórsopa eða að fara of lang í burtu, því það er eins og maður sé á bakvakt 24/7. 
Svona verður þetta eitthvað fram á næst ár og jafnvel lengra. Þó svo einhver niðurstaða fáist í Lundi, gerum við okkur ekki miklar vonir um að eitthvað væri hægt að gera um fram það sem gert er fyrir Orra í dag. (Skildu þið þetta? :-)) Þetta er bara eitthvað sem hann og við verðum að lifa með og aðlagast. Er hann farinn að gera það því ekki þekkir hann annað.  Það er þá bara bónus ef eitthvað verður hægt að gera. Við sjáum bara til og erum bjartsýn á framhaldið.

Kveðja  Ingþór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið standi ykkur eins og hetjur. Gaman að hitta ykkur í gær og vonandi sjáumst við sem fyrst aftur. Orri þarf að drífa sig í batanum svo við fáum nú afsökun til þess að skoða fasteignir á landsbyggðinni;) Knúsið ofurbarnið fast frá okkur:)

Vala, Óli og Matthildur (IP-tala skráð) 16.11.2005 kl. 23:01

2 identicon

Þið eruð nú meiri hetjurnar öll sömul. Hlýjir straumar frá A deildinni

Jórunn Ólafs (IP-tala skráð) 17.11.2005 kl. 03:05

3 identicon

Knús til Orra og ykkar frá B4.

Gunnur (IP-tala skráð) 17.11.2005 kl. 07:39

4 identicon

Maður er svo mikið krútt, ægilega stór í balabaði.
Gangi ykkur vel áfram og ekki gleyma að knúsa hvert annað í öllu þessu.
Knús frá Akureyri,
Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 17.11.2005 kl. 15:39

5 identicon

Vonandi fær Orri einhverja bót meina sinna í Svíþjóð. Sendum baráttukveðjur frá Boston
Óskar, Áslaug og Þuríður Arna.

Óskar Örn (IP-tala skráð) 18.11.2005 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband