Nýtt ár.

Það er nú tími til kominn að rita hér fá ein orð um velgengni fjölskyldu vorar. "Ale dúddú bene" eins og einhver sagði og þíðir það "Allt í besta lagi" upp á hið ylhýra. Þannig er það nú bara búið að vera undanfarið. Við erum búinn að hafa það fínt yfir hátíðarnar og njóta alls þess besta er þær bjóða upp á, bæði í mat, drykk og samveru fjölskyldu og vina. Mikið á ferðinni og sjaldnast verið heima við nema þá á náttfötunum langt fram yfir hádegið.

Vel á minnst þá kom hún Matthildur Agla vinkona mín af Vöku í heimsókn milli hátíðanna. Sú hefur heldur betur stækkað.
Áður var hún eins og sandkorn við hliðina á mér og nú er hún orðin að svo stóru fjalli að enginn kemst yfir nema fuglin fljúgandi

Orri hefur nú notið jólanna í fyrsta skiptið og ekki er annað að sjá en hann hafi haft gaman af, ef frá er talið kvef-pestin sem hann sleikt upp úr foreldrum sínum á aðventunni. Hún hefur gert honum lífið erfiðara með aukinni slímmyndun og tilheyrandi hósta köstum. Að öllum líkindum hefur hann einnig eyrnabólgu. En hann kvartar ekki heldur brosir mót öllum þeim sem  sýna honum áhuga enda er hann ljón eins og mamma sín og sonur pabba síns, og ekki er hann vanur að kvartar. En það er kominn tími á að hitta læknerana hans því ef hann kvartar ekki þá verður einhver að gera það fyrir hann.

Nú verð að fara að hætta þessu og fara að gera eitthvað annað en.......

.........óska ykkur öllu árs og friðar og megi ykkur líða sem allra best á árinu nýja.

Þökkum liðið.
Ingþór, Jóhanna, Bergþóra, Eyrún og Orri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti halda að hormónarnir væru komnir á fullt þrátt fyrir ungan aldur hjá Orra á þessari mynd. Strax búinn að finna sér dömu. Svipurinn segir allt sem segja þarf:-) Flottur!

Kári (IP-tala skráð) 2.1.2006 kl. 22:06

2 identicon

sjáessi krútt:) Takk fyrir okkur, þetta var ansi huggulegt. Nú verðið þið bara að bóka ykkur hingað í mat næst þegar þið megið vera að;)

Vala (IP-tala skráð) 3.1.2006 kl. 14:52

3 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Það er ekki eins og þau hafi verið lasin þessi kríli, algjörir sólargeislar. Sjáumst fljótlega
kv. Guðrún

Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 6.1.2006 kl. 08:40

4 identicon

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Það er ekki eins og þau hafi verið lasin þessi kríli, algjörir sólargeislar. Sjáumst fljótlega
kv. Guðrún

Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 6.1.2006 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband