Mjólk er góð!

Naut..............................Ljón

Þá erum við komin heim. Þetta ætlar að ganga ágætlega nema hvað drengurinn er með einhverja óþekkt þegar kemur að því að drekka mjólkina sína. Þá kemur stomian að góðum notum en henni er ekki ætlað að vera allsráðandi í fæðugjöfum Orra. Tilgangur hennar er að vera varaskeifa ef hin venjulega leið ættlar að vera íllfær. Hann Orri ættlar að sverja sig inn í Ljóns merkið eins og mamma hans. Það er allt reynt til þess að ná stjórn á ástandinu. Það er þvílík valda barátta í gangi milli okkar feðgana út af þessari blessuðu mjólk. Hann ættlar bara ekki að drekka þetta. En hann veit bara ekki enn hvað þolinmæði nautsins getur teigt sig langt. Hann á eftir að kynnst pabba sínum betur þessi. 

En hvað um það. Það er gott að komast loksins aftur heim þó svo að hér séu ærin verkefni sem bíða. Endalaus þvottur, mjólkurgjafir, lyfjagjafir og bleiuskipti svo eitthvað sé nefnt. Fæðingarorlofinu mínu lauk 11 nóv. s.l. og ílla gengur að komast aftur í vinnuna sökum anna á heimilinu og tíðra sjúkrahús ferða. Við eigum rétt á framlengingu fæðingarorlofs vegna sjúkrahúsvistar og svo langvarandi veikinda barns en vegna þess hve óljós framtíðin er í veikindum Orra, er skynsamlegt að geyma þann rétt til seinni tíma. Vonandi gengur þetta betur eftir Svíþjóðar ferðina svo maður geti farið aftur að vinna fulla vinnu. Þá verða allir glaðir, Ég, Jón Bjarni, kúnnarnir sem búið var að lofa og síðast en ekki síst....KBbanki. 0
 
Kveðja  Ingþór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist þetta ganga ljómandi vel hjá þér Ingþór! Jón Bjarni er nú svo liðlegur, ekki þarf að hafa áhyggjur af honum eða kúnnunum þeir eru vanir því að iðnaðarmenn komi "öðru hvoru megin við helgi"!!
Gangi ykkur vel
kv
Lella

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2005 kl. 10:35

2 identicon

..og ef KB-banki er með leiðindi.. þá veistu hvaða banki er bestur!!!!!!!!! ..

Eitt símtal og þú ert frjáls ;O)

slauga og kiddi (IP-tala skráð) 19.11.2005 kl. 14:44

3 identicon

Þolinmæði vinnur þrautir,
þetta enda tekur.
Sonurinn á nýjar brautir
og Svíaveldi skekur.

Úrvalslæknar og annar her
í útlandinu reyna
fljótir eins og vera ber
að finna bót hans meina.

Bleiuskipti, enginn bjór
bara littlu lengur.
Þú tórir uns hann verður stór
þá teygar uns ei gengur.


kv.ksr

Ella og Kári (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband