22.11.2005 | 01:36
Við are going in the fyrramálið.
Hæ.
Vildum bara láta vita að við værum ennþá á lífi, en hér á Vallholtinu er búið að vera brjálað að gera og stendur undirbúningur að Lundar-ferð sem hæðst. Á morgum förum á Barnaspítalann í smá skoðun og bindum alla lausu endana gagnvart ferðalaginu en samt er eitthvað enn á huldu með hvar og hvernig við gistum þarna daginn sem aðgerðarnar eru gerðar. Orri kemur til með að leggjast inn á spítalann og vera þar fram á föstudag en óvíst er hvernig þessu verður háttað með Bergþóru. Við erum með afrit af samskiptum læknana, hér og úti, og erum við ekki alveg að skilja hvað hefur farið þeim þarna á milli, en þetta á allt eftir að koma í ljós þegar við komum þarna út. Kristín, Johan og stelpurnar ættla að koma á fimmtudagsmorguninn og vera með okkur fram á sunnudag. Verður það bara frábært, bæði að hitta þau og hafa einhvern til halds og trausts. Annars er fullt af íslendingum þarna úti, bæði í Lundi og Malmö (og takið eftir Vala & Bóli) þar sem eru íslendingar þar eru Skagamenn. Þannig við höfum litlar sem engar áhyggjur. Hjúkrunarfræðingur fylgir okkur út með flugvélinni og vill svo skemmtilega til að hún er einmitt frá Skaganum, hvað annað. Fyrir þá sem þekkja er það Jóhanna Hjörleifsdóttir (Jónssonar) en hún hefur nýverið tekið við starfi deildarstjóra á Barnadeild 22 E á Barnaspítalanum. Svo tekur á móti okkur Íslenskur læknir (ættaður að skaganum?) þegar við mætum á ENT Clinic út í Lundi þannig að maður á ekki að þurfa að taka á honum stóra sínum í sænskunni til að byrja með. Þá er það bara spurningin hvort leigubílstjórinn sem keyrir okkur frá Kastrup sé íslenskur, ættaður að skaganum???
Við munum reyna að láta í okkur heyra þarna úti eins og kostur er.
Þessi er sett hérna sértaklega fyrir þær á Vökudeildinni.
Við gleymum ykkur aldrei!
kv ingþór.
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Haha! Hann er á svipinn eins og hann hafi sett húfuna þarna sjálfur! Góða ferð! ;)
Sara Hauks (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 06:21
aftur; góða ferð og gangi ykkur vel.
En ég gleymdi að biðja Jóhönnu í gær að skila alveg rosalega góðri kveðju til Kristínar og co frá okkur á Akureyri.
Góða skemmtun í Malmö,
Andrea
Andrea (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 08:38
Jeminn hvað maður er sætur!! Nói keypti sér einmitt svona eins húfu um daginn, greinilega miklir töffarar báðir :-)
Góða ferð og gangi ykkur vel elskurnar, hlökkum til að sjá ykkur í næstu viku!
Gunnur & co
Gunnur (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 08:59
mikið er maður sætur, gangi ykkur rosalega vel í Lundi.
kveðja
Gunni og Christel
Christel og Gunni (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 11:58
Hann er alveg magnaður þessi stubbur miðað við hvað
á hann hefur verið lagt, hún er góð vestfirska lundin sem hann hefur erft frá afa sínum!! Annars góða ferð og gangi ykkur allt í haginn, biðjum að heilsa Kristínu & co.
Kv. M+H
Magga & Hjálmur (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 14:01
Gangi ykkur vel í Lundi!
Bestu kveðjur,
Heiðrún Hámundar
Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 15:30
Sætur og grallaralegur, hann Orri. Óhætt að segja að Skagamenn séu út um allt. Góða ferð og gangi ykkur vel í Lundi. Stuðningskveðjur Árný og Bjarni
Árný (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 21:00
Gangi ykkur vel.
Bestu kveðjur,
Unnur
Unnur Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2005 kl. 23:07
Kæru Skagamenn, gangi ykkur vel á erlendri grundu. Svíar eru víðfrægir fyrir gestrisni sína og taka örugglega vel á móti ykkur. Reyndar eru skagamenn einnig þekktir fyrir gestrisni, þannig að þeir taka vel á móti ykkur líka. Þetta er win/win situation hjá ykkur. Við hlökkum til að heyra í ykkur þegar þið komið tilbaka. Hafið það sem allra best, kær kveðja.
Fulltrúar höfðuborgarsvæðisins.
Matthildur, Vala og Óli (IP-tala skráð) 23.11.2005 kl. 03:03
Gangi ykkur vel í Lundi. Rosa sætur strákur hann Orri og flott húfan hans.
Kær kveðja
Helga Atlad
Helga Atlad. (IP-tala skráð) 23.11.2005 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning