Er veikur heima og hafði ekkert betra að gera.

Það var mikið að maður settist hér niður og skrifaði nokkrar línur. Það er ekkert meira hressandi en að tjá sig svo lítið þegar maður liggur lasinn heima hjá sér. Á daga mína hefur lítið drifið frá því við komum heim frá svíþjóð annað en vinnan. Aldrei hefði maður trúað því hvað það væri erfitt að byrja aftur. Ekkert var gefið eftir enda var þreytan og harðsperrunar eftir því. Ég er nú allur að koma til.
Orri hefur það fínt eftir atvikum. Í augnablikinu er mikið laust slím í honum sem leiðir af sér lystarleysi og aukin uppköst. Það verður að fara mjög varlega að honum við gjafirnar og geta þær tekið stundum á aðra klst. Það er bara einum of mikill tími fyrir þetta heimili þar sem allt er í rúst svona rétt fyrir jólinn. En þetta fer vonadi allt að koma þegar þreytti bóndinn fer að öðlast meira þrek og þol. Jóla hreingerninginn verður bara seinna á ferðinni þetta árið og enginn ástæða til að skammast sýn fyrir það.

Þessi mynd var tekin um daginn þegar við félagarnir hittumst með börnin okkar og sýnir hún nýjustu afsprengi hópsins.

Hér eru þau Nói Claxton, Orri Bergmann, Elvira Agla Gunnarsdóttir og óskýrður Einarsson öll fædd á árinu 2005

Ég ætla ekki að vera með neina langloku í þetta skiptið þó maður hafi frá nógu að segja. En um eða eftir jól er ætlunin að færa þetta Orra hjal yfir á Barnalandið svo að við foreldrarnir getjum tjáð okkur eitthvað frekar um okkur hér.

Ég veit ekki hvort við skrifum eitthvað fyrr en milli hátíðanna næst og vil ég því nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa fylgst með okkur og sérstaklega þeim sem hafa stutt okkur á einn eða annan hátt í veikindum Orra.
Við fjölskyldan óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og megi guð vera með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól, sömuleiðis. Bið að heilsa gamla settinu...
Kveðja,
Arnar

Arnar Óðinn (IP-tala skráð) 22.12.2005 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband