Einn dag til.

Einn dag til og þá komum við aftur heim.  Það var kannski full mikil bjartsýni að ætla fara heim í dag en einn dagur til viðbótar í þessari atrennu ætti ekki að drepa neinn. Orri er allur að koma til  og er byrjaður að nota stomíuna sína. Það  þó langt í frá að hann sé hættur að drekka því hún er aðeins til þess að bæta honum það upp sem hann drekkur ekki. Vonandi verður hún bara til skrauts innan skamms. Þó svo Orri líti vel út og sé í góðum holdum hefur hann ekki þyngst síðustu 2 vikur. Það er telst vera áhyggju efni þar sem forsenda þess að hann ráði við veikindi sé sú að hann nái að vaxa og styrkjast eðlilega. Hefur það sýnt sig að eftir því sem hann hefur stækkað og vaxið á hann auðveldara með að ráða við slímið, hann hefur kröftugri hósta og gengur því betur að koma því upp úr berkjunum.

En þetta gengur bara ágætlega, hann og við erum að venjast þessari nýju stomíu sem vonadi á eftir að hjálpa okkur mikið. Því  miður erum við ekki enn með neinar myndir frá þessari dvöl en í myndaalbúminu er fullt af myndum.

Kveðja  Ingþór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orri þarf að kynnast Línu langsokk, ég ber reyndar smá von í brjósti þegar hann fer á hennar heimaslóðir (Svíþjóð). Ástæðan fyrir þessari skoðun er sú að Lína var meistari í "langspýtingum" hún kunni sem sagt að hrækja!

kv
Lella

Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2005 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband