30.1.2006 | 14:28
Jeminn Janúar að verða búin
Jæja loksins nokkur orð, erum orðin ansi löt við þetta. Annars er bara allt fínt að frétta höfum sem betur fer verið laus við öll veikindi hingað til enda fór öll fjölskyldan í flensusprautu þegar Orri fékk að koma heim og hann fengið allar þær sprautur og lyf sem hægt er dæla í þennan litla kropp til að verja hann. Við brugðum okkur af bæ um helgina og fórum upp í Ölver og var það rosalega fín tilbreyting þó að hann Ingþór minn hafi nú verið að fara til að vinna. En Guðrún og Gummi takk kærlega fyrir okkur.
Svo er húsbóndinn byrjaður í fjarnámi í versló, já hvejum hefði dottið það í hug að hann Ingþór minn færi í versló þannig að hver laus stund þessa dagana ( og þeir sem til hans þekkja vita að þær eru ekki margar) fer í það að læra eðlis og efnafræði. Ótrúlega duglegur. Ég skellti mér í línudans bara svona til að komast í eina klst á viku eitthvað út og er það bara alveg lygilega gaman.
Bestu kveðjur til allra og vonandi hafi þið það gott.
Jóhanna
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
frábært að Ingþór skellti sér í skóla og þú í dansinn, sé þig alveg fyrir mér með kúrekahattin á höfðinu og í kúrekastígvélum.
Christel (IP-tala skráð) 30.1.2006 kl. 15:52
Eg myndi nú ekki alveg fíla það, en gaman samt
Jóhanna (IP-tala skráð) 30.1.2006 kl. 15:58
Hæ,
gott að heyra að allt gengur vel, ennþá betra að það er komin dagsetning fyrir árgangspartýið. Bestu kveðjur til ykkar, Unnur
Unnur Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2006 kl. 20:26
Verður svo ekkert skrifað fyrr en "je minn febrúar að verða búinn!" Annars gott að vita að það gengur vel með þann stutta.
M&H
Magga & Hjálmur (IP-tala skráð) 6.2.2006 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning