11.1.2006 | 13:47
5 mánaða
Alveg ótrúlegt að litli sólargeislinn okkar sé orðinn 5 mánaða. Mér finnst eins ég hafi átt hann í fyrradag, og þótt ýmislegt sé búið að ganga á þá er tíminn búin að vera ótrúlega fljótur að líða.
Orri að horfa á flugelda á gamlárskvöld
Fyrir viku síðan fékk Orri sýklalyf við eyrunum sínum og hvílík dásemdar vika fyrir Orra, hættur að nudda eyrun, engin hóstaköst og nánast engin hósti, engar ælur og mikið duglegri að drekka ( svona stundum ). En reyndar er einn stór galli á, mikill niðurgangur en hann lætur það nú ekkert á sig fá. Við hættum líka að gefa honum eitt af lyfjunum hans því okkur fannst það ekki gera mikið og langaði að prófa að hætta því, svo það gæti líka skýrt betri líðan allavega þetta með ælurnar. Því þegar hann var á vökud. og var á þessu 3 á dag þá leið honum mjög illa og ældi mikið og þá var það minkað í x1 á dag. Svo það verður gaman að sjá hvernig hann verður næstu viku.
Við höfum verið að reyna að gefa honum að borða bæði graut og mauk og er hann ekki par hrifin af því, hann lokar bara og hristir hausinn - nei takk- bara fingur og hnefa á diskinn minn takk. En hann er gjörsamlega að farast í munninum og stanslaust með hendurnar á kafi upp í sér, en ekkert bólar á tönnum ennþá.
Á mánudaginn fór Orri í sína 5 mánaða sprautu og var alveg ótrúlega duglegur og sagði ekki svo mikið sem áii, enda þaulvanur maður á ferð. Hann var orðin 7150 gr og 65 cm og erum við bara þokkalega ánægð með það, en hann náði ekki að bæta miklu á sig yfir hátíðarnar eins og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Á morgun stendur svo til að fara suður á dagdeild og Orri fær þá sín mánaðalegu mótefni, rs sprautu og einhverjar fleiri bólusetningar.
Kærar kveðjur til allra og takk fyrir að fylgjast með.
Jóhanna
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Hlökkum til að sjá ykkur;)
Vala og co. (IP-tala skráð) 11.1.2006 kl. 15:11
Gleðilegt ár kæru vinir.
Gott að sjá að allt gengur sinn vel hjá ykkur og Orri er að hressast. Hringi fljótlega er að drukkna í vinnu við spurningalista og annað skemmtilegt sem fer þó að verða búið.
Bestu kveðjur frá öllum á Ásveginum, Andrea
andrea (IP-tala skráð) 23.1.2006 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning