Enn á lífi!!!

Jæja loksins koma hér nokkrar línur.  Af okkur er bara allt mjög gott að frétta.  Ingþór er að verða búin að skrifa ferðasöguna og mun hún birtast hér innan skamms, stelpurnar mættar aftur í skólann eftir ótrúlega skemmtilega svíþjóðarferð ( frábært að fá að hitta frænkur sínar og sjá Kristínu systir einu sinni ólétta ) og Orri litli hefur það bara mjög fínt þessa dagana, ælir minna og þykist stundum vera pínku svangur sem er mjög ánægjulegt.  Hann hefur það meira að segja svo fínt að við höfum  ekki drullast til að hringja í lækninn hans eins og við lofuðum þegar við kæmum heim, en sennilega geri ég það bara á morgun. En eins og áður sagði gengu þessar sýnatökur úti bara mjög vel og nú bíðum við bara spennt eftir að fá niðurstöðurnar en þeirra er ekki að vænta fyrr en um áramót.  Svo nú er bara byrjað að huga að jólunum þrífa, baka og kaupa jólagjafir og öllu sem því fylgir þó svo að ég sé ekki alveg komin í jólagírinn en hann hlýtur að fara að hellast yfir mig.   En nú er ég að hugsa um að setja hann Orra í fyrsta skipti í vagninn sinn og fá mér einn hring ( ekki veitir af er að mygla af inniverunni ) Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar og endilega haldið áfram að kommenta og skrifa í gestabókina

Kærar kveðjur

Jóhanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært að það gengur svona vel með hann Orra, ég var farinn að bíða eftir því að þið færuð að skrifa fréttir af ykkur, ég kíki reglulega hingað inn á síðuna, kannski að við tökum bara göngu saman í bæinn með krílin okkar í desember. Sjáumst eftir nokkra daga.

Christel (IP-tala skráð) 5.12.2005 kl. 15:02

2 identicon

Jei huggulega fólk. Gott að vita að þetta gekk allt vel. Verðum að fara að hittast fljótlega.
Risakveðjur, Höfuðborgarfólkið

Óli, Vala og Matta (IP-tala skráð) 6.12.2005 kl. 15:14

3 identicon

Já Akranes segiði??

http://www.kvikmynd.is/myndband.asp?id=1772

Maður er bara alveg að kaupa þetta....:D

Vala, Óli og Matta (IP-tala skráð) 7.12.2005 kl. 00:12

4 identicon

Gott að vita að allt gengur vel. Heyrumst og sjáumst kv. Guðrún

Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 8.12.2005 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband