22.2.2006 | 15:03
Hæ Hó
Hæ hæ. Allt fínt að frétta af okkur hér á Vallholtinu. Brjálað að gera hjá eiginmanninum í vinnu og skóla og ekki alveg nógu margir tímar í sólarhringnum fyrir hann þessa dagana. En svo er eiginkonan líka alltaf að trufla og biðja hann um að gera ýmsa hluti, mála herbergin hjá stelpunum, laga þetta og gera hitt. En nú lofa ég að trufla hann ekki meira fyrir próf.............. nema kannski smá
Svo það er bara allt í fínu, stelpurna með ný máluð herbergi, ný húsgögn og mjög sáttar við foreldra sína núna. Bergþóra er að fara að vígjast sem ylfingur í skátunum í dag og hlakkar okkur mikið til.( Kökur, kræsingar og mikið sungið ) Eyrún reyndar vill fá að hætta í fimleikum því hún segir að það sé alltaf verið að reyna að brjóta á sér bakið og er ekki mjög ánægð með það, en við sjáum nú til. Orri aftur á móti er á slímfæðinu þessa daga, er búin að vera á sýklalyfjum og þau losa svo mikið en ná ekki að hreinsa hann. Svo við erum ekkert ægilega kát með það en þegar hann er svona vill hann EKKERT borða og ef við dælum í hann fáum við það bara yfir okkur. Svo það er eins gott að vera ekkert í sparigallanum.
Í næstu viku ( 2. mars ) ættlum við hjónin og Orri að bregða undir okkur betri fætinum og skella okkur til Örebro að heimsækja Kristínu systir og co. Smá frí yfir helgina og hlakkar okkur mikið til að fá að knúsa hann Óla litla sem er bara 2 vikna. Því þegar Orri var svona lítill var hann bara lokaður í kassa og tengdur fullt af snúrum svo það var ekki mikið hægt að knúsa og kjassa hann. Svo Óli á von á góðu.
Það eru nýjar myndir af Orra á barnalandsíðunni www.orribergmann.barnaland.is
Annars, biðjum bara að heilsa öllum í bili
Kveðja Jóhanna
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Hæ, góða skemmtun í Örebro og til hamingju með litla frændann. Það er greinilega nóg að gera á stóru heimili.
Koss og knús frá okkur í Lystrup
Christel (IP-tala skráð) 28.2.2006 kl. 08:57
Blessuð og sæl kæru hjón,
þið verið passlega í Svíaveldi þegar við komum suður um næstu helgi, en við hittum ykkur bara næst. Endilega knúsið Kristínu og co frá okkur á Ásveginum.
Jóhanna, ég held þú ættir að fara að smella þér upp á stól og mála sjálf og leyfa Ingþóri greyinu að læra svoldið ;)
Góða ferð og njótið frísins.
Bestu kveðjur,
Andrea og co
Andrea (IP-tala skráð) 28.2.2006 kl. 10:41
Haldið þið virkilega að hún Jóhanna fari sjálf að mála. Það væri það sam og Alfreð Þorsteinsson færi að setja á sig smíðasvuntu til að byggja hátæknisjúkrahús.
Ja mér þykir þú vera brött kna góð.
Ingþór (IP-tala skráð) 28.2.2006 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning