8.11.2005 | 00:49
Þú færð bros
Þú færð bros
frá mér í sérhvert sinn
þú lítur hingað inn,
þú ert meir’ en velkomin hér.
Þú færð mitt bros,
já, það er fyrirséð
og faðmlag fylgir með.
Síðan þegar ferð þú frá mér
þér fylgir bros.
(Friðrik Sturluson)
Hvað annað getur maður sagt? Þessi sólargeisli hefur ekki átt sjö dagana sæla allt frá því hann fæddist en samt sem áður hefur alltaf verið stutt í gleðina og galsann hjá honum.
Við erum sem betur fer ennþá heima og okkur líður bara nokkuð bærilega. Við erum búinn að vera í smá baráttu við að koma í hann mjólkinni sinni. Það gengur ekki alveg að óskum, þó svo að hann sé með sondu, þá er þetta ekki eins einfalt og maður þorði að vona. Hann hefur verið að kasta töluvert upp, mjólk og slími, eftir að við höfum sondað hann, og virðist sem slímið sem hann hóstar og kingir sé að mynda einhverja ólgu/velgju í maganum. Stundum eru heilu gjafirnar að koma upp úr honum. Þetta er mjög óðægilegt, bæði fyrir hann og okkur, þar sem þetta kemur fyrirvaralaust upp úr honum með tilheyrandi áreynslu og gusum í sófann, á gólfið, í fötin hans, fötin okkar o.s.fr. Honum líður strax betur á eftir, greinilega gott að losna við allt þetta slím úr maganum og svo á eftir fær maður bros eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan.
kVeÐjA IngÞór.
Breytt 4.4.2006 kl. 07:38 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir brosið Orri minn,
Unnur
Unnur Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 10:24
Hann er alveg ótrúlegur drengurinn miðað við það sem á undan er gengið.
Takk fyrir brosið og vonadi færðu ennþá meiri ástæðu til að brosa í framtíðinni Orri hetja.
Kveðja
Magga & Hjálmur (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 11:03
Það er ekki annað hægt en að brosa þegar maður sér myndina af Orra.
kveðja, Christel
Gunni og Christel (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 12:18
Hallo elsku fraendi. Èg vildi bara segja, ég elska tig Orri.
Kvedja Alice-Lilja.
Kristín Sigurvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2005 kl. 13:00
Já ef svona fallegt bros yljar manni ekki um hjartarætur......
Bestu kveðjur á Vallholtið
gunnur (IP-tala skráð) 9.11.2005 kl. 18:34
Gott að vita að það hefur gengið vel síðustu daga og þið getað verið að mestu heima. Internet þjónustan í Lettlandi var ekki mjög góð þannig að ég gat ekki fylgst með ykkur síðustu daga. Sjáumst kv. Guðrún
Guðrún Gísla (IP-tala skráð) 10.11.2005 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning