Loksins loksins

Jæja loksins loksins er komin tími á Svíþjóðar ferðina.  Við eigum að vera mætt 23.nóv kl. 13 á háls, nef og eyrnadeildina í Lundi.  Og er það eina sem við vitum enþá en þeir eru ekkert að stressa sig á þessu svíarnir. En nánari útlistun  á ferðinni fáum við vonandi í næstu viku, hvort þau þurfi bæði að leggjast inn ,  hvort þeir reddi húsnæði og fleiri spurningar sem brenna á okkar vörum.

Veran hér heima hefur gengið ágætlega.  Orri er að uppgötva  "nýja" heimilið sitt með hjálp systra sinna , sem honum finnst ótrúlega skemmtilegar.  Það er búið er vera mjög mikið laust slím í honum og er hann duglegur að hósta því og þá er galli á gjöf njarðar því hann setur það allt í magann svo að greyið skinnið hefur verið að kasta mikið upp.( og þá meina ég KASTA upp, ekki bara svona mjólkur spíur eins og maður er vanur)  Okkur finnst hann ekki búin vera alveg i sínu besta fari síðustu viku en allur þessi hósti og uppköstin reyna  mjög á hann og þolrif foreldrana.   Svo er það næringar dæmið, hann er auðvitað ekki áfjáður í að drekka þegar það kraumar svona í honum og við ekkert rosa spennt að vera að sonda hann þegar hann kastar svona mikið upp svo þetta er orðin smá vítahringur.  En þetta fer nú vonandi allt að lagast. 

 Á morgun á hann að fara suður í skoðun til Þórólfs og að láta svæfingalækna meta hann því til stendur að setja magastomíu í hann á mánudaginn. Einnig  á hann að fara í rannsóknir, gera svitapróf, fá mótefni í æð og seinni helminginn af flensu sprautunni en þetta eru allt hlutir sem þarf að vera búið að gera fyrir ferðina.

Á laugardaginn 12 nóv ( afmælisdaginn hans pabba ) stendur svo til að skíra drenginn en það er búið að standa til lengi og loksins verður hægt að framkvæma það, bara hér heima í stofu.

 

Kveðja  Ingþór og Jóhanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel Orri minn á morgun á sjúkrahúsinu. Gott að það sé komin tími á ferðina, það styttist í hana. Bestu kveðjur til ykkar allra, ykkar vinir Árný og Bjarni

Árný (IP-tala skráð) 11.11.2005 kl. 00:11

2 identicon

Gott að heyra að það er komin dagsetning á ferðina ykkar. það er væntanlega léttir að fara að fá eitthvað á hreint í þessum málum. Gangi ykkur vel. Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 11.11.2005 kl. 10:12

3 identicon

Takk fyrir síðast Ingþór gaman að rekast á þig uppá spítala hefði samt verið til í að ná að sjá kútinn líka en svona er þetta.
En eins og ég sagði þér þá var Hilmar lagður inná miðvikudaginn og eftir að það var búið að koma honum fyrir í rúm og svona þá var hann tengdu við mónitor sem er nú ekki frá sögu færandi nema það að mónitorinn var merktur honum Orra eftst fyrir ofan línuritinn stóð Orri B Þingþórsson..

Mjög skemmtileg tilviljun ...

En gangi ykkur vel við verðum svo að fara að hyttast allt vökudeildar liðið.

kv Mamma og Hilmar

Linda Björk og Hilmar Lúther (IP-tala skráð) 11.11.2005 kl. 15:16

4 identicon

átti að vera Ingþórsson

Linda Björk og Hilmar Lúther (IP-tala skráð) 11.11.2005 kl. 15:17

5 identicon

Fínt að búið sé að negla Lundarprógram. Verðum bara að gera ráð fyrir að sænska læknasamsteypan sé í toppformi þessa dagana og finni út hverskynskvillar þetta eru.
Bestu kveðjur
ksr

Ella og Kári (IP-tala skráð) 12.11.2005 kl. 00:51

6 identicon

Til lukku með afmælið!!:)

Óli, Vala og Matthildur (IP-tala skráð) 12.11.2005 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband