Orri 4 mánaða

Hæ hæ.  Allt mjög gott að frétta af þessum bæ.  Orri er 4 mánaða í dag og er í fínu formi og  búin að uppgötva að hann getur framkallað hin ýmsu hljóð og eru því miklar raddæfingar hér alla daga með tilheyrandi frussi og slefi. Og það besta sem hann veit að er að naga á sér hendurnar og minn er svo munnstór að allur hnefinn er yfirleitt upp í honum ( verst að það skuli ekki vera nein mjólk þar) Er hann svo spenntur fyrir höndunum á sér að mamma hans er alltaf að leita af tönnum en ekkert bólar á þeim ennþá, enda voru systur hans orðnar 6 mán þegar þær fengu sínar fyrstu tönslur.

  Fjölskyldan við sjúkrahúsið í Lundi

Orri er búin að vera í mjög fínu formi frá því að við komum frá svíþjóð, er orðin svo duglegur að hósta bara, ef slímið er að þvælast fyrir honum og drykkjan er svona la la ,suma daga ætlar hann ekki að taka svo mikið sem einn sopa  og aðra daga drekkur hann bara ágætlega . Svo ef hann væri ekki með stomiuna væri hér hungurverkfall suma daga.  En þessu verðum við bara að venjast og vona að hann láti ekki svona þegar hann fer að borða mat .  Við erum aðeins farinn að gefa honum graut og er hann ekkert yfir sig spenntur en lætur sig þó hafa það að smakka.

Af öðrum fjölskyldumeðlimum er allt fínt að frétta pabbinn er búin að vera óskaplega þreyttur  af að vera búin að vinna sína fyrstu vinniviku í 4 mánuði0 Og stelpurnar bíða  spenntar eftir stekkjastaur í nótt.

 

Bestu kveðjur af Vallholtinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ,
gott að heyra að allt gengur vel með gaurinn.
Talandi um Stekkjastaur, sú eldri vaknaði kl. 6 í morgun ;-) !!! bk, Unnur

Unnur Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2005 kl. 08:08

2 identicon

Gangi ykkur öllum allt í haginn og Orra sérstaklega með raddæfingarnar!

Kveðja...

Arnar

Arnar Óðinn (IP-tala skráð) 12.12.2005 kl. 15:07

3 identicon

Gott að heyra að Orri sé í fínu formi. Vonandi gengur allt vel áfram. Jólakveðjur Árný og Bjarni

Árný (IP-tala skráð) 12.12.2005 kl. 23:36

4 identicon

hæhæ Frábært að heyra hvað gengur vel...
Rosalega er hann orðin stór drengurinn..
Gaman að sjá loksins myndir af honum,
kv Linda ogHilmar Lúther

Linda og Hilmar Lúther (IP-tala skráð) 14.12.2005 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband