Færsluflokkur: Bloggar

http://blog.central.is/the-bergmanns

http://blog.central.is/the-bergmanns

Velkominn í nýtt upphaf

Kominn með nýja blogg síðu og þá ætti ekkert að vera að vandbúnaði, eða hvað? Er þetta ekki enn eitt upphafið að endirnum?  En upphaf er það elskurnar mínar.

Ég geri mér enga grein fyrir því hvað sé eiginlega að gerast hjá mér. Ég gæti trúað því að ég sé að verða veikur á geði. Ég hef nefnilega heyrt að fólk sem alltaf er að fá nýjar og nýjar hugmyndir, allavega það margar að ekki sé hægt að koma þeim í verk, sé haldið einhverskonar geðveilu sem hægt sé að halda niðri með fínum lyfjacokteilum.  Það er farið að verða svolítið þreytandi að í hvert skipti sem ég kem heim í hádeginu bíður Jóhanna spennt eftir hvaða hugdettu sé búið kokka þann daginn og virðist ég alltaf vera að koma henni sífelt á óvart sem ég skynja helst með því hvað hún hlær mikið í hvert skiptið.  Bara að maður gæti áhveðið sig einhverntíma og kílt á einhverja af þessum frábæru hugdettum. En að kíla á eitthvað af þessu hlýtur að hafa afleiðu sem leiðir af sér fullt af örðum hugdettum? Það hlítur bara að vera. Ég er búin að vera fá allskonar humyndir í 10 ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut með þær. Alltaf komið bara með nýja, nánast daginn eftir. Ég finn bara hvað heilinn í mér er farinn að súrna á þessu öllu saman. 

En hvað er það sem verður til þess að maður tekur ekki af skarið og framkvæmir eitthvað af þessu. Er maður heigull eða er ég bara svona íhaldsamur.  Miklar breitingar hafa yfirleitt farið ýlla í mig eða er það ekki frekar undanfari breytingana sem eru að farið ýlla í mig?  Þegar ég lít til baka voru margar hverjar, ef ekki flestar, af þeim breitingum sem hafa orðið á vegi mínum góðar þó svo að ég hafi ekki verið hlynntu þeim upphaflega.  Ég hefði haldið að íhaldsömum mönnum væri ekki ættlað að fá hugmundir að breitingum, svo ég get dregið þá áliktun að þetta sé bara einhver hræðsla hjá mér.  Hræðsla um það að missa eitthvað af því sem ég hef nú þegar en yfirleitt fær maður eitthvað annað í staðinn.  Það kemur alltaf eitthvað annað í staðin, ekki satt?

Ég ættla nú ekki að þreyta ykkur með því að tíunda hvað sé svona mikið að gerjast í toppstykkinu en gengur það í flestum tilvikum út á komandi framtíð mína á hinum almenna vinnumarkaði. Pípulagnir sem slíkar eru ekki að gera út af við mig, heldur frekar er það vinnan við þær. "Ég er orðin leiður á að liggja hér", stóð einhverstaðar og finnst mér eiga vel við þar sem vinnan mín gengur, í flestum tilfellum, út á að liggja á hnjánum, blotna í fæturnar, lykta ýlla og vera grút skítugur . Síðast en ekki síst er maður alltaf að meiða sig, fá smá skrámur hér og þar og tók það steinin úr, hér um daginn, þegar ég barði með slaghamar all hressilega á fingurinn á mér svo að hann brotnaði.  Þegar ég sat með kvikindið undir köldu vatni, búinn að lina mestu þjáningarnar var það fyrsta sem kom upp í hugan; "Hvað verður það næst?" Nú er nóg komið husaði ég og var ennþá staðráðnari í því að fara að finna mér eitthvað annað að gera.

Daginn eftir var hringt og mér tilkynnt að ég hafi verið dreginn út í lóðaúthlutun í Skógarhverfi. Það er einmitt það. Nú átti að fara og byggja. Allt var sett í fullan gang hvað það varðar og mikil tilhlökkun var í loftinu. Við nánari athugun kom svo í ljós að allar aðrar pælingar þuftu að víkja fyrir Bergmanns Family Mansion. Það er ekkert mál að byggja og hafa allt nýtt og flott en í staðin verður svigrúm til alls annars að víkja og vorum við hjónin sammála um að það væri einfaldlega of mikill lúxus til að fórna. Þá er bara að snúa sér að einhverju öðru. Daginn eftir var ég svona (||) frá því að ráða mig í vinnu sem bakari.  Ég hef sjaldan séð Jóhönnu hlæja jafn mikið af mér þegar ég kom heim tilkynnti henni þetta.  Það að baka eða elda mat er nú eitthvað sem mig hefur dreymt um langa lengi og tók hún þessu því furðu vel þegar hún var farin að jafnað sig aðeins.  Ég meina, hver vill ekki vera búinn að vinna fyrir kl. 2 á daginn og kominn beint út á gólfvöll.

Hugmynda vikan endaði svo inni á skrifstofu hjá Óla Haralds námsráðgjafa FVA. Planið nú er að yfir gefa plummið í haust og setjast á skólabekk, n.t. handan götunar fyrir þá sem til þekkja,  og sækja hvítu húfuna. Það að fara í háskóla og mennta sig hefur staðið lengi til en að þurfa að klára stúdentspróf fyrst er búið að vera steinninn í götu minni.  15-18 ein á önn, 4 undanfarabrot og Óli Har er búinn að lofa mér klára þetta blessaða hvíthúfu próf á einum vetri með fullum skóla, með því skilyrði að ég komi ekki nálægt félagslífinu. Þetta verður ekki gert betur eða fljótar en þetta.  Eftir það tekur svo við nám í Byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík með sérstakri áherslu á lagnir og rafeindastýringar. Jafnvel kom til greina að fara í heilaskurðlæknirinn en það er víst nóg að hafa einn slíkan í lagnageiranum hér á Akranesi þannig að tæknifræðin verður bara að duga í bili.

 Þetta er maður búinn að vara að hugsa í rúm 5 ár í öllum mögulegum og ómögulegum útgáfum. Hrökk ég því dálítið við þegar ung hjón sem ég kannast við komu og gerðu sig klár til þess að flytja í húsið hér við hliðina á okkur, ný komin heim frá baunalandi úr námi. Hann með Bs. í véltæknifræði og hún einhverju öðru. Ég man þegar þau drifu sig út á sínum tíma. Þá hugasaði maður "ég verð nú að fara að gera eitthvað svipað" en áttaði mig svo ekki á því fyrr en ég sá þau að losa búslóðinna úr gámnum hér fyrir utan að þessi fjögur ár voru liðin og ég hafði ekki gert nokkurn skapaðan hlut hvað þetta varðar.  

En einhverja reynslu hljóta þessi fjögur til fimm ár hafa gefið mér? Reynslan er sú að geyma ekki eitthvað sem manni hefur langað til að gera og hefur tækifæri til í heil fjögur ár.  En til hvers er maður að fara út í þetta? Hvað á þetta á endanum að gefa manni? Eigum við eftir að hafa það betra?

Reynslan þessi ár hefur nefnilega líka kennt mér; að til þess að hafa það aðeins betra sé að gera sér það að góðu sem maður hefur nú þegar.

ingthor.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband